Hafnir á Skaga fær vottorð um um lífræna ræktun

Hafnir á Skaga er einn þriggja bújarða sem fengu vottorð um lífræna ræktun og sjálfbærar náttúrunytjar frá vottunarstofunni Túni.

Á Höfnum er stunduð æðardúnstekja og vinnsla henni tengd en  æðardúnninn er aðallega nýttur til framleiðslu á sængum og skjólflíkum ýmisskonar. Bændur á Höfnum reka dúntekju og vinnslu á æðardúni undir vörumerkinu Úr hreiðri í sæng og segir Helga Björg Ingimarssdóttir vottunina skipta miklu máli fyrir búsakapinn ekki síst með tilliti til útflutnings.

Fleiri fréttir