Halda átti Helgu upptekinni til að koma í gegn ákveðnu máli - Það tókst ekki

Á heimasíðu Kennarasambands Íslands er skemmtileg frétt um val á Helgu Sigurbjörnsdóttur og Bóthildi Halldórsdóttur sem ,,Maður ársins" á Norðurlandi vestra. Eins og allir vita er Helga fyrrum leikskólastjóri á Sauðárkróki. Hún er jafnframt kunn baráttukona sem lætur ekki deigan síga ef hún tekur að sér að berjast fyrir einhverju.

 Í fyrrnefndri frétt KÍ segir m.a. ,,Helga hefur alla tíð verið mikil baráttumannseskja. Á fundi fyrir meira en tuttugu árum var manneskja beðin um að halda henni upptekinni á fundi svo hægt væri að ná tilteknu máli í gegn án hennar afskipta. Það tókst auðvitað ekki!

Heimild: Skagafjörður.is

Fleiri fréttir