Hannah Kent fær ennþá heimþrá í Skagafjörðinn

Ungur ástralskur rithöfundur, Hannah Kent hefur að undanförnu vakið ómælda athygli fyrir sína fyrstu bók, Burial rites eða Náðarstund eins og hún kallast í íslenskri þýðingu. Hannh var skiptinemi á Íslandi á vegum Rótarý samtakanna árið 2003 og dvaldi þá á Sauðárkróki sem hún segir að hafi orðið að sínu öðru heimili. 

„Ég sá þó aldrei fyrir mér að ég myndi skrifa um Agnesi, fyrr en ég hóf rannsóknir mínar fimm eða sex árum síðar. Þá uppgötvaði ég að ég hafði margar spurningar um söguna og ef ég vildi fá svör yrði ég að rannsaka hana á eigin spýtur,“ segir Hannah í viðtalið við blaðamann Feykis.

Hannah var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún heyrði fyrst um söguna af Agnesi og morðinu á Illugastöðum. Þá óraði hana aldrei fyrir að gefin yrði út eftir sig bók, hvað þá metsölubók. En sagan af Agnesi og morðinu fylgdi henni og nokkrum árum síðar fór hún að skrifa Náðarstund sem nú hefur farið sigurför um heiminn. Hannah Kent er í opnuviðtali Feykis þessa vikuna.

Fleiri fréttir