Hara systur og Spútnink með Abba skemmtun
feykir.is
Skagafjörður
24.11.2008
kl. 11.43
Gleðisveitin Spútnik ætlar ásamt Hara systrum að vera með heilmikla skemmtun á Mælifelli um helgina. Klukkan 16:00 verður barnaball þar sem flytja á Abba lög auk þess sem jólaögin verða sungin.
-Okkur langar að bjóða líka upp á eitthvað fyrir krakkana enda bæði Abba og Hara systur í miklu uppáhaldi hjá þeim, segir Kiddi Ká,
Um kvöldið verður síðan ball þar sem fyrri part nætur verður boðið upp á Abba lög en síðari hlutinn verður ala Spútnik sem klikkar sjaldan.
Feykir.is hrósar þeim sérstaklega fyrir að hugsa fyrir börnunum.