Harður árekstur á Skagfirðingabraut
feykir.is
Skagafjörður
28.10.2008
kl. 18.12
Harður árekstur varð á Skagfirðingabraut á sjötta tímanum. Tveir bílar skullu saman með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum bílnum slasaðist lítillega er hann fékk líknarbelg í andiltið. Farþeginn hugðist koma sér sjálfur á sjúkrahús.
Báðir bílarnir eru óökufærir og er ökumaður annars þeirra grunaður um ölvunarakstur. Ekki var hægt að greina frá tildrögum slysins að svo stöddu enda hafði ekki náðst að taka vitninsburð beggja bílstjóra.