Haukarnir mæta í Síkið í kvöld

Aldrei þessu vant verður spilaður körfubolti á Króknum á miðvikudagskvöldi en það er lið Hauka úr Hafnarfirði sem sækir lið Tindastóls heim í 7. umferð Domonos-deildar karla í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Ástæðan er sú að annað kvöld, fimmtudagskvöld, spilar íslenska kvennalandsliðið landsleik í körfubolta og að sjálfsögðu ekki leikið í Dominos-deildinni á landsleiksdegi.

Bæði lið eru með átta stig eftir sex umferðir, hafa unnið fjóra leiki og tapað tveimur, og má því búast við hörkuleik í kvöld. Eins og flestir vita þá er það Israel Martin sem stjórnar nú liði gestanna og hann vill örugglega sína og sanna hvað í hans liði býr þó í honum slái Tindastólshjarta.

Lið Tindastóls átti góðan leik gegn KR í síðustu umferð en síðuðstu þrír leikir liðsins þar á undan þóttu ekki til eftirbreytni. Vonandi er þó liðið alltaf að slípast betur og betur saman og síðan er það hlutverk stuðningsmanna að ýta með liðinu í rétta átt. Fjölmennum í Síkið í kvöld – áfram Tindastóll! 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir