Hefur þú áhuga á að virkja lækinn þinn?

Hverfill smávirkjunar. Mynd: Orkustofnu.is
Hverfill smávirkjunar. Mynd: Orkustofnu.is

Til stendur hjá SSNV að auglýsa eftir umsóknum í næsta skref rannsókna á hagkvæmni smávirkjana á Norðurlandi vestra, kallað Skref 2. Tilgangur smávirkjanasjóðs Norðurlands vestra er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.

Sjóðurinn veitir styrki til:
Skref 1: Frummat smávirkjana.
Skref 2: Mat á virkjanlegu rennsli, frummat hönnunar og byggingarkostnaðar.

Að þessu sinni verður auglýst eftir umsóknum í Skref 2: Mat á virkjanlegu rennsli, frummat hönnunar og byggingarkostnaðar.

Öll gögn varðandi umsóknarferlið verður að finna á heimasíðu SSNV: www.ssnv.is og skulu umsóknir sendar á netfangið: ssnv@ssnv.is
Nánari upplýsingar veitir Ingibergur Guðmundsson, ingibergur@ssnv.is, s. 892 3080.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir