Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki gert að draga saman um 82 miljónir

Niðurskurður fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki verður um 10% samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum ríkisstjórnarinnar sem er um 82 milj. kr. lækkun frá fjárlögum 2010. Fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir um 30% niðurskurði eða um 247 millj. kr. samdrætti á árinu. 

 

-Við erum ekki búin að gera upp við okkur hvernig við mætum þessu en framkvæmdastjórn er að vinna í málinu.  Við hittum deildarstjóra allra deilda á næstu dögum og vikum til að skoða hvað hægt er að gera á hverri deild.  Heildarmyndin mun svo fara að skýrast fljótlega, segir Hafsteinn Sæmundsson framkvæmdastjóri HS.

Fleiri fréttir