Heilmikið um að vera á sjómannadaginn á Hvammstanga

Heilmikið var um að vera á sjómannadaginn í veðurblíðunni á Hvammstanga í gær. Hátíðarhöldin hófust með helgistund við höfnina eftir hádegi en þar messaði sr. Magnús Magnússon og Kirkjukór Hvammstanga söng.

Lagður var blómsveigur, sem var gjöf frá Kvennabandi V-Hún., að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Að því loknu var farið í siglingu í boði BBH útgerðar og Selasiglingu en það voru Brimill, Harpan, Brák og Margrétin sem sigldu um Miðfjörðinn, ásamt björgunarsveitinni.

Slysavarnadeild Hvammstanga bauð svo upp á veglegt kaffi í Félagsheimilinu Hvammstanga en þar afhenti deildin björgunarsveitinni nýjan bát.

Hér má skoða myndir sem Anna Scheving tók við hátíðarhöldin á Hvammstanga.

Fleiri fréttir