Heilsugæslan verið efld til muna
Framlög ríkisins til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins jukust um 24% á árabilinu 2017 – 2020, eftir því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins. Aukningin til Landspítala nam um 12% á sama tímabili, 8% til Sjúkrahússins á Akureyri og 10% að meðaltali til heilbrigðisstofnananna sex sem starfa um allt land.
„Staðhæfingar sem fram hafa komið í opinberum umræðum, meðal annars um stórfelldan niðurskurð á Landspítala og heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni eiga ekki við rök að styðjast. Heilsugæslan hefur verið efld til muna með áherslu á hlutverk hennar sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu. Í þeim efnum er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins einnig mikilvæg á landsvísu og taka auknar fjárveitingar mið af því. Innan hennar vébanda starfar Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Þroska- og hegðunarstöðin og nýstofnað geðheilsuteymi fanga fyrir landið allt.“
Sjá nánar HÉR