Heiminum verður bjargað rétt fyrir ellefu á mánudagskvöldið
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Lokað efni
23.05.2025
kl. 12.05
Dumm, dumm, dummdumm, dumm, dumm... Já, Króksbíó sýnir nýjustu og sennilega síðustu myndina í Mission Impossible seríunni á mánudaginn. Myndin hefur undirtitilinn The Final Reckoning. Bíógestir ættu að vera búnir að koma sér fyrir með popp og kók í salnum eina sanna á slaginu átta og geta þá fylgst með Krúsaranum leggja allt í söurnar til að bjarga heiminum frá hinsta degi í boði AI.