Heimir ferðast með Stefán Íslandi
Karlakórinn Heimir verður á ferð um Suðurland á morgun laugardagi með vegferðina um Stefán Íslandi.
Munu strákarnir syngja á morgun í Félagsheimilinu Flúðum kl. 16:00 og í Hveragerðiskirkju kl. 20:30
Á vef Heimis segir: "Um er að ræða sýningu sem að sýnd var 9 sinnum á síðstliðnu ári víðsvegar um landið og fékk allstaðar góðar viðtökur. Í leiklestri og söng er farið yfir lífshlaup okkar ástsæla stórtenórs frá vöggu til grafar með augum sveitunganna í Skagafirði. Sýningin er í léttari kantinum og hentar bæði þeim sem að vilja rifja upp sögu Stefáns og þeim sem vilja kynnast henni."