Heimsóknarbann á sjúkrahúsið á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
10.03.2020
kl. 09.16
Þar sem lýst hefur verið yfir neyðarstigi Almannavarna vegna Covid-19 veirunnar hefur Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga ákveðið að fylgja fordæmi margra annarra stofnana og sett á heimsóknarbann á deildir sjúkrahússins, nema í sérstökum undantekningartilfellum.
Í þeim tilfellum þarf þá að afa samband við vakthafandi hjúkrunarfræðing í síma 432 1310. Í tilkynningu frá HVE segir að þessi íþyngjandi ákvörðun sé tekin í samráði við sóttvarnalækna heilbrigðisumdæmisins og gildir bannið í óákveðinn tíma.