Heitavatnslaust í hluta iðnaðarhverfisins á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður
01.02.2018
kl. 10.53
Verið er að gera við heimtaug við Loðskinn og þess vegna þarf að loka fyrir rennsli á heitu vatni í hluta iðnaðarhverfisins, Víðimýri og Ártorgi. Búast má við vatnsleysi á öllu þessu svæði í um klukkustund, en eftir það mun vatnið koma á að hluta til, segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum. Búast má við lengra vatnsleysi í Víðimýri 1, 4-6 og Borgarmýri, en reynt verður að hraða verkinu eins og hægt er.
Við biðjumst velvirðingar á þessu óþægindum,segir í tilkynningunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.