Hekla - á Króknum í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.07.2024
kl. 09.40
siggag@nyprent.is
Bílaumboðið Hekla verður á Króknum í dag, fimmtudaginn 4. júlí, fyrir utan Bílaverkstæði KS milli kl. 12 og 15. Þar getur fólk komið og reynsluekið nokkrar gerðir af bílum það er því um að gera að kíkja við.
Fleiri fréttir
-
Voru beðnar um að skila innkaupakerrunni sem fyrst í Skaffó
Nicola Hauk er einn af erlendu leikmönnum Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og stendur jafnan sína plikt í vörn Tindastóls með sóma en hún segir styrkleika sína felast í að spila boltanum, skalla og að verjast maður á mann. Nikola er 22 ára gömul, fædd í Heidelberg í Þýskaland en ólst upp í smábæ í 20 mínútna fjarlægð frá Heidelberg, reyndar smábæ á þýska vísu því íbúarnir eru hátt í 16 þúsund. Hún á einn bróðir, Bernhard, en foreldrar hennar eru Monika og Egino.Meira -
Laxveiði í Blöndu stefnir í sögulegt met í leiðindum
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 22.08.2025 kl. 15.30 bladamadur@feykir.isHuni.is segir frá: „Nú er farið að síga á seinni hlutann í laxveiðinni þetta sumarið. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum Húnahornsins hefur laxveiði í helstu laxveiðiám Húnavatnssýslna verið léleg eða um 60% minni en í fyrraMeira -
Mælifellskirkja hundrað ára / Ólafur Hallgrímsson skrifar
Mælifellskirkja í Skagafirði fagnaði hundrað ára afmæli á þessu vori. Mælifell er forn kirkjustaður og prestssetur þar sem kirkja hefur líklega staðið frá árdögum kristni í landinu, helguð heilögum Nikulási. Mælifellsprestar þjónuðu annexíunni Reykjum frá siðaskiptum og frá árinu 1907 einnig Goðdölum og Ábæ í Austurdal.Meira -
Beint flug lykilatriði í ákvörðun um ferð um Norðurland
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 22.08.2025 kl. 11.03 oli@feykir.isÞegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.Meira -
Hólahátíð tókst einstaklega vel
Um liðna helgi fór fram hin árlega Hólahátíð. Að þessu sinni hófst hátíðin á laugardaginn með Hólahátíð barnanna sem að mestu leyti fór fram utan dyra og fór hún vel fram við leik og söng í einstakri veðurblíðu. Að sögn sr. Gísla Gunnarssonar Vígslubiskups sem hafði veg og vanda að hátíðinni ásamt auðvitað mörgum fleiri, einkenndi ljúf og góð stemning þessa daga og sagði hann í spjalli við Feyki að honum hefði orðið á orði að heilagur andi hefði greinilega gert sér ferð í Hóla.Meira