Héldu tombólu til styrktar Þuríði Hörpu
Fjórar frábærar stúlkur héldu um helgina tombólu til styrktar Þuríði Hörpu. Tombólan gekk alveg geysilega vel og söfnuðust 26.361 kr. enda margt fágætra muna á boðstólnum. Þar má meðal annars nefna til sögunnar uppstoppuð dýr og fugla - nánar tiltekið ref og máv.
Stúlkurnar komu galvaskar í höfuðstöðvar Nýprent í dag þar sem þær afhentu ágóðann af tombólunni. Þetta voru þær Kristín Lind Sigmundsdóttir, Hallgerður Erla Hjaltadóttir, Berglind Ósk Skaptadóttir og Sólveig Erla Þorsteinsdóttir.
Þuríður Harpa vill koma á framfæri þakklæti til allra hinna fjölmörgu sem hafa styrkt hana.