Hera ÞH 60 dregin að landi
Nú fyrir stundu dró Eiður OF 13 frá Ólafsfirði dragnótarbátinn Heru ÞH 60 að bryggju í Sauðárkrókshöfn en Hera hafði fengið nótina í skrúfuna út á Skagafirði. Björgunarsveitarmenn úr Skagfirðingasveit fylgdu síðan bátunum tveimur að landi.
Að sögn björgunarsveitarmanna var veður björgunaraðgerðinni ekki hliðholt en norðanstrekkingur er úti á firðinum sem gerði það að verkum að Hera snerist vildi snúast upp í vindinn. Á þessari stundu eru kafarar úr Skagfirðingasveit að reyna að skera úr skrúfunni. Ekki lítur út fyrir að neinar skemmdir hafi orðið út frá óhappinu.
Arnþór Gústavsson, hjá Skagfirðingasveit segir að aðgerðin hafi í alla staði gengið mjög vel.