Hester óbrotinn

Hester í léttri sveiflu. Mynd: Hjalti Árna.
Hester í léttri sveiflu. Mynd: Hjalti Árna.

Eftir ítarlegar rannsóknir er komið í ljós að Antonio Hester, leikmaður Tindastóls í körfubolta er óbrotinn. Þetta kom í ljós í dag eftir greiningu á ómmyndum sem teknar voru fyrr í vikunni.

Eins og allir vita, sem eitthvað fylgjast með körfuboltanum, meiddist Hester illa í sigurleik Tindastóls gegn liði Keflavíkur í síðustu viku. Eftir röntgenmyndatöku töldu læknar að hann hefði ökklabrotnað og yrði frá í allt að þrjá mánuði. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns körfuboltadeildar, er talið að röntgenmyndin hafi sýnt áverka gamalla meiðsla en ómmyndin hafi sýnt að leikmaðurinn hafi sloppið við brot.

Stefán segir að Hester sé þegar byrjaður í endurhæfingu og verði því kominn mun fyrr í baráttuna en talið var í fyrstu. Segist hann vera afar feginn og óhætt að segja að allir stuðningsmenn Tindastóls andi nú léttar.

Í gær varð Pétur Rúnar Birgisson fyrir því óláni að meiðast á ökkla en Stefán segir að þau meiðsli séu tognun og ekki alvarleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir