Hitaveitupípa í grenndarkynningu
Á fundi skipulags-, byggingar- og veitunefndar Blönduóssbæjar í gær var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar við Skúlabraut, Smárabraut og Sunnubraut sem felur í sér að ný hitaveitupípa frá Blönduósi að Skagaströnd liggur að litlu leyti undir götu og gangstétt innan deiliskipulagsmarkanna.
Skipulagsnefndin telur breytinguna óverulega og því nægi að að fram fari grenndarkynning og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Þá var lagður fram uppdráttur með greinargerð vegna framkvæmdanna við hitaveitupípuna og var málinu einnig vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem væntanlega gefur þá út leyfi fyrir framkvæmdinni.