Hittingur húnvetnskra kvenna
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.06.2015
kl. 10.24
Brottfluttar húnvetnskar konur hittast mánaðarlega í Perlunni og er einn slíkur hittingur þar kl. 12 í dag. Eru nýjar konur og þær sem eiga leið í borgina sérstaklega hvattar til að líta við í hádegismat og létt spjall.
Venjan er að mikið sé spjallað og sögur sagðar af öllu mögulegu og ómögulegu.
