Hjálmar í Hólkoti 100 ára
Í dag fagnar Hjálmar Sigmarsson, fv. bóndi í Hólkoti í Unadal í Skagafirði, aldarafmæli sínu en hann fæddist þennan dag árið 1919. Hjálmar dvelst nú á hjúkrunardeild HSN á Sauðarkróki við ágæta heilsu.
„Það er yndislegt að verða svona gamall og ekki heilsulaus. Hún er nú samt orðin lítil í samanburði við það sem var. En maður fer á fætur og fylgist með og það er yndislegt. Þegar maður hugsar til baka þá er mikið sem hefur gerst og mikið búið að starfa í gegnum tíðina,“ segir Hjálmar. Þegar hann er spurður út í hvaða breytingar hann minnist helst segir hann það að hafa misst konuna, Guðrúnu Hjálmarsdóttur, en hún lést í fyrra níræð að aldri.
Þau Rúna eignuðust 10 börn, sex dætur og fjóra syni og eru afkomendur komnir yfir 90.
Feykir óskar Hjálmari til hamingju með þessu merku tímamót.