Hjalti, Lára og Svavar Knútur í Blönduóskirkju
Mánudaginn 22. desember næstkomandi verða haldnir jólatónleikar í Blönduóskirkju en þar ætla þau Svavar Knútur, Hjalti og Lára að flytja falleg og hugljúf lög. Þau sjá sjálf um allan tónlistarflutning og verður lagavalið litað aðventunni.
Miðaverð er 2.500 krónur en frítt er fyrir 16 ára og yngri. Hefjast tónleikarinir kl. 20. Er þetta tilvalið tækifæri til að slaka á í jólaamstrinu, en tónleikarnir eru hluti af þriggja tónleika seríu
Fyrstu tónleikarnir verða í Bergi á Dalvík 21. desember og hefjast þeir klukkan 16. Á þeim tónleikum verður Kristjana Arngrímsdóttir með Svavari, Hjalta og Láru. Seinna sama dag eða klukkan 20:30 fara fram tónleikar í Húsavíkurkirkju og endar svo jólaferðalagið á Blönduósi 22. desember í Blönduósskirkju eins og áður sagði.