Höfðaskóla lokað fram að helgi vegna gruns um kórónasmits

Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd.

„Eins og allir vita geta hlutirnir breyst hratt á þessum skrítnu tímum. Upp er kominn grunur um Covid-19 smit í Höfðaskóla og því hefur verið tekin ákvörðun um að færa kennslu alfarið yfir í fjarkennslu frá og með morgundeginum 25. mars. Mun það fyrirkomulag vara á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd.

Þar kemur einnig fram að búið sé að taka saman öll þau gögn sem nemendur þurfa að hafa með sér heim og gafst foreldrum kostur á að nálgast þau í skólanum til kl. 16:00 í dag. Þeir sem ekki hafa tök á að sækja gögnin geta sent tölvupóst á saradilja@hofdaskoli.is eða gudrunelsa@hofdaskoli.is og verður eftir fremsta megni reynt að koma gögnunum til nemenda.

„Frekari upplýsingar verða sendar í tölvupósti og birtar á heimasíðu eftir atvikum. Við biðjum ykkur um að sýna stillingu þar sem enn er ekkert staðfest smit á Skagaströnd og er um varúðaráðstafanir að ræða,“ segir í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir