Höfðaskóli sigursæll í Framsagnarkeppninn grunnskólanna

Sólveig Erla, Ísabella Líf og Sóley Sif sem bar sigur úr býtum. Mynd: Hofdaskoli.is
Sólveig Erla, Ísabella Líf og Sóley Sif sem bar sigur úr býtum. Mynd: Hofdaskoli.is

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi fór fram í Húnavallaskóla í gær en hún er hluti af Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er árlega um allt land. Húnvetningar tileinka sína keppni Grími Gíslasyni sem var fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi til fjölda ára.

Skólarnir fjórir í Húnaþingi áttu allir fulltrúa í keppninni sem valdir voru í forkeppni sem haldin var í hverjum skóla fyrir sig, þ.e. í Höfðaskóla, Blönduskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra en hver skóli sendi þrjá þátttakendur í lokakeppnina.

Allir keppendur stóðu sig frábærlega vel en efstu þrjú sætin hrepptu nemendur Höfðaskóla, þær Sólveig Erla Baldvinsdóttir, Ísabella Líf Tryggvadóttir og Sóley Sif Jónsdóttir sem bar sigur úr býtumí keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir