Hólahátíð fellur niður

Hin árlega Hólahátíð sem fara átti fram 15. og 16. ágúst, hefur verið felld niður vegna þeirra aðstæðna sem ríkja nú í þjóðfélaginu. Messan verður þó tekin upp í kirkjunni og útvarpað viku seinna eins og til stóð. Var þetta tilkynnt á vef kirkjunnar.

Í tilkynningunni segir: „Hólahátíð er jafnan fjölmenn hátíð og því talið ástæðulaust að efna til hennar í ljósi samkomubannsins (fjöldatakmörkunin) sem miðast nú við 100 manns og 2ja metra nálægðarreglu milli fólks sem ekki deilir heimili.“

Dagskrá hátíðarinnar er alltaf vönduð og vegleg og til stóð að mikið yrði um dýrðir í ár. Að sögn Solveigar Láru var þetta það eina skynsamlega í stöðunni þó að reglur ráðherra gildi aðeins til 13. Ágúst. Fjöldi fólks komi að undirbúningi sem þessum og því var ekki annað hægt en að fella viðburðinn niður. Hún var farin að hlakka mikið til hátíðarinnar og vonast til að hitta alla að ári og að faraldurinn verði þá vonandi að baki.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir