Hólanemi verðlaunaður

Á nýafstaðinni uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í hulduheimsóknum sumarsins.

Hulduheimsóknin fer þannig fram að ákveðinn aðili, sem er eins og hver annar gestur, metur staðinn eftir dvölina og er þá farið yfir hvern þátt hennar, svo sem þjónustu, aðbúnað og upplifun. Gefnar eru einkunnir og umsagnir bæði fyrir einstaka þætti og heildareinkunn. Nánar má lesa um hulduheimsóknirnar á bls. 24 í nýútkomnu Bændablaði.

Að þessu sinni hlutu 10 fyrirtæki mjög góða heildareinkunn. Á meðal þeirra er Hótel Núpur í Dýrafirði sem er rekið af Guðmundi Helga Helgasyni, nema í ferðamáladeild Hólaskóla. Við óskum Guðmundi Helga og hans fólki innilega til hamingju með góðan árangur. Og tökum okkur það bessaleyfi að fá meðfylgjandi mynd „lánaða“ á vefnum þeirra.

Fleiri fréttir