Hólaskóli hlýtur viðurkenningu

Hólaskóli mun hljóta hið svonefnda „DS-Label“ en í því felst viðurkenning á að skírteinisviðaukar þeir (e. Diploma Supplement) sem fylgja öllum brautskráningarskírteinum frá Háskólanum á Hólum uppfylli öll skilyrði um að vera rétt úr garði gerðir. Formleg afhending viðurkenningarinnar fer fram í Kaupmannahöfn í maí 2012.

 

Samkvæmt heimasíðu Hólaskóla barst þeim tilkynning þess efnis í gær að skólinn hafi staðist allar þær kröfur sem til þarf en tilgangur skírteinisviðaukanna er að auðvelda flæði handhafanna milli landa.

„Þannig getur til dæmis nemandi sem hefur útskrifast frá Hólaskóla og hyggur á framhaldsnám við háskóla á meginlandinu, lagt skírteinisviðaukann fram með umsókninni og á þá ekki að þurfa að leggja fram frekari gögn um námið hér, hvorki að fá löggiltan skjalaþýðanda til að þýða skírteinið sitt né staðfestingu á að námið standi undir lýsingum eða sé við viðurkennda stofnun,“ segir á vefsíðu Hólaskóla.

Hluti ferlinu er að taka upp ECTS einingakerfið sem allir háskólar á Íslandi hafa verið að taka upp og eru samkvæmt stöðluðu evrópsku kerfi. ECTS er notað til að segja til um þá vinnu sem reiknað er með að námsmenn leggi í einstök námskeið og telst fullt nám í eitt skólaár vera 60 ECTS.

 

 

 

 

Fleiri fréttir