Horfðu á 2. þátt Atvinnupúlsins á feykir.is
feykir.is
Skagafjörður
19.10.2017
kl. 15.00
Annar þáttur Atvinnupúlsins í Skagafirði var frumsýndur í gærkvöldi á N4. Í þáttunum er kastljósinu sérstaklega beint að fyrirtækjunum, auk þess sem rætt er við fólk sem þekkir vel til í atvinnumálum héraðsins. Í þessum þætti er rætt við Aðalstein Þorsteinsson forstjóra Byggðastofnunar og Tinnu Björk Arnardóttur verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Sauðárkróki.
Farið er í heimsókn til Vörumiðlunar, sem er stærsta flutningafyrirtækið á landsbyggðunum. Einnig er fjallað um Steinullarverksmiðjuna og Tengil, rafmagnsverktaka.
Hægt er að horfa á þáttinn HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.