Ferðamenn á fartinni um helgina

Mikill erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra um helgina í verkefnum tengdum umferð en á Facebooksíðu embættisins kemur frama að mikil umferð hafi verið um umdæmið og færð líkt og á sumardegi.

Alls voru 125 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina og þeir sem hraðast óku mældust á 157, 142, og 143 km/klst., voru það allt erlendir ferðamenn. Ein afskipti leiddu af sér handtöku vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Fleiri fréttir