Hrefna Ara sýnir í Ráðhúsinu
Hrefna Aradóttir listakona á Blönduósi sýnir listmuni sína á sýningunni Handverk og hönnun sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavík 31. október til 3. Nóvember n.k.
Þetta er í þriðja skipti sem HANDVERK OG HÖNNUN sem stendur fyrir og skipuleggur viðburð af þessu tagi. Umsóknir voru fjölmargar og sérstök valnefnd valdi 54 einstaklinga til þátttöku. Þar munu listamennirnir sjálfir kynna vörur sínar.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir almenning að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun.
Á sýningunni verða veitt verðlaun fyrir besta nýja hlutinn.
Þeir sem valdir voru þátttöku í sýningunni í Ráðhúsinu gátu tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR ákveðna nýja vöru í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn. Þetta er gert til að hvetja þátttakendur til nýsköpunar og vöruþróunar. Hlutirnir þurftu að vera nýir og hvorki verið til sölu eða sýnis fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. Rúmlega fjörtíu tillögur bárust frá 18. aðilum. Verðlaunin verða veitt í upphafi sýningarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Ákveðið hefur verið að kenna verðlaunin við Skúla Magnússon sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík. Innréttingarnar svokölluðu rekja upphaf sitt til fyrsta hlutafélagsins sem stofnað var Íslandi og voru höfuðstöðvar þess í Aðalstræti 10. Upphafsmaður og forystumaður í þessari merkilegu tilraun til að renna nýjum stoðum undir íslenskt atvinnulíf og iðnað var Skúli Magnússon og umsvif og uppbygging
starfseminnar var ekki síst atorku hans að þakka. Þar sem starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR er í húsi Skúla er að okkar mat vel við hæfi að kenna þessi verðlaun við hann.
Þeir sem vilja kynna sér handverk Hrefnu geta gert það HÉR