Hrefnur í Sauðárkrókshöfn

Morgunstund gefur gull í mund, sagði þessi fallega hrefna og synti svo burt. Mynd af Facebook Skagafjarðarhafna.
Morgunstund gefur gull í mund, sagði þessi fallega hrefna og synti svo burt. Mynd af Facebook Skagafjarðarhafna.

Í morgun sáust tvær hrefnur í höfninni á Sauðarkróki sem virtust una sér ágætlega og voru líklega í loðnuleit fyrir Hafrannsóknastofnun, eins og segir á Fésbókarsíðu Skagafjarðarhafna. Eftir stuttan stans létu þær sig svo hverfa, hægt og hljótt, „án þess að greiða hafnargjöldin“.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að Hrefnan sé minnsti reyðarhvalurinn og verður yfirleitt ekki lengri en 10 m og 8-9 tonn að þyngd, kýrnar heldur stærri en tarfarnir, eins og hjá öðrum reyðarhvölum. Höfuðið er stutt og frammjótt og með lágum kili eftir endilöngu en aftan við hann eru blástursholurnar tvær. Skíðin eru 250-350 talsins og gulhvít að lit. Hrefnan er svört eða svargrá á baki, gráleit á hliðum og hvít á kviði en bægslin eru svört með áberandi hvítu bandi. Blástur er lítt eða ekki sýnilegur nema við sérstök skilyrði. Hrefnan er oftast nær ein á ferð, er lítt áberandi í sjónum og lyftir ekki sporði við köfun en getur stokkið talsvert hátt upp úr sjónum þegar hún kemur úr köfun. Hrefnan er forvitin og á það til að stinga trjónunni upp úr sjónum eða velta sér í sjónum umhverfis báta.

Hér fyrir neðan má sjá myndir Helga Emilssonar sem hann sendi Feyki.

Hrefnur í Sauðárkrókshöfn

Vídeó af hrefnum í Sauðárkrókshöfn 4. apríl 2019. Helgi Emilsson sendi Feyki.

Posted by Feykir on Fimmtudagur, 4. apríl 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir