Hreindís Ylva syngur einsöng

Hreindís Ylfa

Hreindís Ylva Garðarsdóttir syngur einsöng með Skólakór Varmárskóla á morgun 16. maí kl 14.00 í hátíðarsal skólans. Hreindís söng einnig á  20 ára afmæli kórsins þá 10 ára hnáta og kórfélagi.

 

 

 

Skólakórinn fagnar 30 ára afmæli sínu með þessum veglegu tónleikum og á efnisskránni verður fjölbreytt lagaval. Má þar m.a. sjá Abba lög-Valsasyrpu eftir Strauss- og spænsk þjóðlög sem kórinn syngur að sjálfsögðu á spænsku.

Pianóleik annarst Arnhildur Valgarðsdóttir og söngstjóri er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Kórstarfið hefur gengið vel í vetur  og vonast þeir sem að kórnum standa að sem flestir komi og njóti afrakstursins.

Fleiri fréttir