Hreinn vígði í forföllum ráðherra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
09.10.2008
kl. 14.13
Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, vígði í forföllum samgönguráðherra, nýjan veg fyrir botni Hrútafjarðar í gær. Honum til aðstoðar var Jón Rögnvaldsson fyrrverandi vegamálastjóri.
Fríða Rós Jóhannsdóttir, frá Bessastöðum, var sérlegur skæravörður við athöfnina. Með tilkomu vegarins hvarf síðasta einbreiða brúin á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar.