Hressileg veðurspá fyrir morgundaginn

MYND VEDUR.IS
MYND VEDUR.IS

Það er ansi hressilega verðurspáin fyrir morgundaginn þegar ein haustlægð gerir vart við sig, spáin á verdur.is fyrir Strandir og Norðurland vestra er svo hljóðandi - sunnan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Gul viðvörun er í gildi frá klukkan 14:00 föstudaginn 26. september til 01:00 aðfaranótt laugardags. 

Fleiri fréttir