Hringmyndir af Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.02.2015
kl. 18.18
Á vef Húnahornsins er vakin athygli á því að á vefsíðunni Panoramaland.is er hægt að skoða 180-360 gráðu panorama hringmyndir frá völdum stöðum á Íslandi. Þar er meðal annars að finna myndir af fjölmörgum stöðum á Norðurlandi vestra.
Í Austur-Húnavatnssýslu eru myndir meðal annars frá Blönduósi, Skagaströnd, Kálfshamarsvík, Vatnsdal og Húnaveri. Í Vestur-Húnavatnssýslu eru myndir meðal annars frá Hvammstanga, Laugarbakka, Hvítserki, Borgarvirki og Kolugljúfri. Í Skagafirði eru myndir frá Ketubjörgum, Grettislaug, Sauðárkróki, Vatnsskarði, Varmahlíð, Austari-Héraðsvötnum, Bólu, Norðurárdal, Gröf á Höfðaströnd, Hofsósi, Lónkoti og Fljótavík.