Hringrás byggir á Skagaströnd

Sveitastjórn Skagastrandar hefur leigt Hringrás ehf. lóð við Fellsmela 1 á Skagaströnd en þar hyggst fyrirtækið hafa athafnasvæði og byggja atvinnuhúsnæði.

Var sveitastjóri á fundi sveitastjórnar falið að afla frekari gagna um fyrirhugaðar byggingar á lóðinni en samningurinn var efnislega samþykktur að þeim fengnum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir