Hrútaveisla í Akrahreppi
Hin langþráða hrútasýning verður haldin sunnudaginn 6. október í fjárhúsunum á Þverá í Akrahreppi í Skagafirði og hefst klukkan 13:00. Sýndir verða veturgamlir hrútar og lambhrútar og börnin sýna skrautgimbrar. Þá verður lambhrútasala og uppboð á stigahæstu gripunum. Kvenfélag Akrahrepps verður með kaffisölu í hlöðunni.
Í tilkynningu frá félagi fjárbænda í Akrahreppi er allt áhugafólk um sauðfjárrækt boðið velkomið og þess óskað að velunnarar íslensku sauðkindarinnar komi og samgleðjist á þessum tímamótum.
