Hrútey opnuð almenningi frá og með 5. maí

Hrútey og Blönduós. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Hrútey og Blönduós. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Blönduósbæjar hafi aflétt þeirri tímabundnu lokun sem verið hefur á aðgengi að fólkvanginum í Hrútey á vorin. Þessi perla Blönduósinga verður því opin fyrir almenning og heimsóknir gesta frá og með 5. maí næstkomandi. 

Hvatt er til varfærni í umgengni yfir aðal varptímanna. Aukið verður við merkingar gönguleiða og bætt við upplýsingaskiltum eftir þörfum í eyjunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Blönduósbæ.

Hrútey var friðuð sem fólkvangur árið 1975. Það var hinsvegar ákveðið af heimamönnum síðar að loka henni tímabundið á vorin, m.a. til verndar varpi fugla og þá aðallega gæsa, en nú hefur semsagt verið ákveðið að aflétta þessari lokun. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir