Hugsað um barn í Húnavallaskóla
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk Húnavallaskóla tóku þátt í verkefninu Hugsað um barn sem ÓB-ráðgjöf býður upp á. Verkefnið gengur út á að gefa krökkunum innsýn í það tilstand sem tilheyrir barneignum og er þeim hvatning á ábyrgðafullu lífi.
Elín Hanna hjá ÓB-ráðgjöf var með fræðslu fyrir krakkana á föstudeginum um skaðsemi ávana- og fíkniefna og hvaða afleiðingar óábyrgt kynlíf getur haft. Eftir hádegi fengu þau hver sína dúkku og hugsuðu um yfir helgina. Á mánudagsmorgni skiluðu nemendur þeim svo af sér en sinna þurfti "barninu" allan sólarhringinn og ekki var hægt að svindla því armband sem dúkkan ber, bregst við ef eitthvað er að við ummönnun hennar.
Allir stóðu sig vel í barnaumönnunni og höfðu gaman af þótt flestir væru þreyttir á mánudagsmorgni og flestir sammála um að barneignir stæðu ekki til í nánustu framtíð.