Húnabraut 6 valið Jólahúsið á Hvammstanga

Jólahúsið í Húnaþingi vestra var valið í netkosningu á vefmiðlinum Norðanátt fyrir jólin og liggja nú úrslit fyrir. Það hús sem lesendum leist best á er Húnabraut 6, en þar búa Jakob Jóhannsson og Þórunn Jónsdóttir, ásamt Hermanni Jakobssyni syni þeirra.

Húsið er ríkulega skreytt og það virðist sem enginn gluggi hafi verið skilinn útundan. Sérlegir erindrekar Norðanáttar afhentu Jakobi og Þórunni Jónsdóttur vegleg verðlaun í formi gjafabréfs hjá flugeldasölu björgunarsveitarinnar Húna. Þau voru að vonum hæstánægð með vinninginn.

/Norðanátt.is

Fleiri fréttir