Húnahorn ehf ekki það sama og huni.is

Fjármálaeftirlitið hefur nú til rannsóknar ýmis viðskipti tengd Byr Sparisjóð og þar meðal annars viðskipti sparisjóðsins við Húnahorn ehf sem er einkahlutafélag í eigu Ragnars Z. Guðjónssonar og fleiri.
Ragnar er einnig einn aðaleiganda vefsíðunnar www.huni.is eða Húnahornsins sem er fréttavefur í Húnavatnssýslum. Samkvæmt heimildum Feykis er þarna um tvö algjörlega aðskilin félög að ræða. Fréttavefurinn Húnahornið kemur þarna hvergi við sögu.

Fleiri fréttir