Húnar 5 ára í dag

Björgunarsveitin Húnar heldur upp á fimm ára afmæli sitt í dag en Björgunarsveitin Káraborg og Flugbjörgunarsveit V-Húnavatnssýslu sameinaðar í Björgunarsveitina Húna þann 24. febrúar 2007. Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar undirritað var undir sameininguna í Borgarvirki, þennan dag fyrir fimm árum síðan.

Í tilefni af afmælinu ætla Húnar að bjóða félögum sínum í björgunarsveitunum á svæði 9 að halda „Afmælisæfingu“ þriðjudaginn 28.febrúar n.k. á Hvammstanga. Að æfingunni lokinni verður boðið upp á afmælistertu.

Feykir óskar Húnum til hamingju með daginn!

Fleiri fréttir