Húnar aðstoða hjólreiðafólk í hremmingum
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
07.07.2014
kl. 09.09
Björgunarsveitin Húnar var kölluð út af lögreglu vegna hóps af hjólreiðamönnum sem voru í hremmingum á Holtavörðuheiði sl. laugardag. Um var að ræða tíu manna hóp, frá Quebeck í Kanada, allir úr sömu fjölskyldu en samkvæmt vef Landsbjargar var yngsti hjólagarpurinn aðeins níu ára gamall.
„Fluttum við fólkið á Hvammstanga og fá þau að vera í Húnabúð í nótt þar sem allur búnaður þeirra var orðin rennblautur og leyst okkur ekkert á að þau myndu fara að liggja í tjöldum í nótt,“ segir á vef Húna.
Það var ansi kalt og leiðindaveður á Holtavörðuheiði þegar björgunarsveitarmenn komu á staðinn en þá var hitastigið komið niður í 3°C.