Húnar aðstoða þýska ferðalanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
24.06.2014
kl. 08.32
Björgunarsveitin Húnar lagði fjórum Þjóðverjum lið að beiðni Neyðarlínunnar helgina sem leið en Þjóðverjarnir höfðu fest bíl sinn inn undir Fellaskála á Víðidalstunguheiði. Samkvæmt heimasíðu björgunarsveitarinnar var vegurinn fram heiðina víða ansi blautur og í rauninni ekki fær ennþá.
„Farið var á Húna 2 í verkefnið og gekk vel að spila fasta bílinn upp en hann ansi fastur, fylgdum við fólkinu aftur norður af heiðinni og vorum komnir aftur í hús eftir 5 tíma ferðalag,“ segir á síðunni.