Húnaþing vestra auglýsir eftir refaveiðimönnum

Hvítur refur. Mynd: visindavefurinn.is
Hvítur refur. Mynd: visindavefurinn.is

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref. Héraðinu hefur verið skipt upp í sex veiðisvæði og verður einn aðili ráðinn á hvert svæði. Svæðin sem um ræðir eru Vatnsnes, Vesturhóp, Miðfjörður, Víðidalur, Hrútafjörður austan og Hrútafjörður vestan.

Í umsókn skal koma fram hvar umsækjandi ætlar að staðsetja skothús og stunda vetrarveiðar á ref. Ef umsækjandi ætlar að stunda veiðarnar utan eigin landareignar skal skriflegt leyfi landeigenda fylgja umsókninni. Húnaþing vestra hyggst gera skriflega samninga við þá veiðimenn sem úthlutað verður leyfum til vetrarveiða á ref. Í þeim samningi mun m.a. koma fram að kr. 8.000- verða greiddar fyrir hvert unnið dýr, að hámarki 17 dýr á hverju svæði. Skilyrði leyfisveitingar er að umsækjandi hafi gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af Umhverfisstofnun. Tekið er fram að einungis þeim er veitt verður leyfi til vetrarveiða á ref verður greitt fyrir unnin dýr.

Skriflegum og undirrituðum umsóknum um skal skilað á skrifstofu Húnaþings vestra eigi síðar en 15. nóvember 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir