HÚNAVAKA : Verðlauna sviðasulta frá SAH og sinnep

Þórhalldur Barðason og Héðinn við æfingar. MYND AÐSEND
Þórhalldur Barðason og Héðinn við æfingar. MYND AÐSEND

Feykir plataði Héðinn Sigurðsson til að svara nokkrum laufléttum spurningum varðandi Húnavökuna en hann mætir til leiks í einu auglýstra atriða bæjarhátíðarinnar. Héðinn býr í Kringlunni/Melabraut í Reykjavík fyrir sunnan og starfar sem heimilislæknir.

Hvað ætlar þú að gera á Húnavöku í ár? Ég mæti að sjálfsögðu svo fólk geti skemmt sér. Fer á Kótilettukvöld með Þórhalli Barðasyni, tónleika með Halla og félögum og aðra tónleika með Sigurdísi Söndru á Heimilisiðnaðarsafninu.

Ef Húnavaka væri langloka, hvað væri áleggið? Verðlauna sviðasulta frá SAH og sinnepi.

Hvenær var eftirminnilegasta Húnavakan? Leiksýningar í félagsheimilinu gátu svo sannarlega örvað skynfæri barns á áttunda áratugnum, það er eftirminnilegt.

Hvernig lýsir þú Húnavöku í fimm orðum? Vilkovöfflurölt, lambakotilettur, Blönduhlaup, fagnaðarfundir og kærleikur.

Fleiri fréttir