Húnavallaskóli auglýstur til útleigu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.10.2014
kl. 14.03
Húnavatnshreppur hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér sumarrekstur í húsnæði Húnavallaskóla. Húnavallaskóli er staðsettur í Austur Húnavatnsskýrslu um sjö km frá þjóðveginum. Undanfarin ár hefur verið rekið sumarhótel í skólanum, en margt annað kemur til greina.
Í húsnæðinu eru 28 herbergi af ýmsum stærðum, stór matsalur með eldhúsi og gott aðgengi fyrir fatlaða. Við skólann er útisundlaug og heitir pottar. Húsnæðið er til leigu frá 1. júní til 20. ágúst ár hvert.