Húnavatnshreppi hugnast ekki Húnavallaleið

Hugmynd Samgöngufélagsins að Húnavallaleið.
Hugmynd Samgöngufélagsins að Húnavallaleið.

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps tók fyrir áfundi sínum þann 14. nóvember sl. bréf frá Samgöngufélaginu, dagsett 23. október 2018 og varðaði ábendingar í samgöngumálum. Bréfið var lagt fram til kynningar og bókaði sveitarstjórn eftirfarandi:

„Sveitarstjórn leggst alfarið gegn þeim áformum sem koma fram í bréfi Samgöngufélagsins og leggur áherslu á að inn í samgönguáætlun rati þau verkefni við stofn- og tengivegi sem heimamenn hafa bent á að nauðsynleg séu innan Húnavatnsrepps. Öll þessi verkefni eru nauðsynleg og brýn."

Eins og fram hefur komið hefur Samgöngufélagið sent Alþingi athugasemdir við tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2033 þar sem óskað eftir því að í áætluninni verði gert ráð fyrir Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði. 

Tengd frétt Vilja Húnavallaleið og Vindheimaleið á samgönguáætlun

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir