Húnavatnshreppur auglýsir styrki vegna viðburða og verkefna

Húnavatnshreppur ætlar að gefa félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að sækja um styrki vegna viðburða eða verkefna. Þurfa verkefnin að samræmast hlutverki sveitarfélagsins eða vera í samræmi við stefnu þess og áherslur, vegna fjárhagsársins 2020, að því er segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Styrkir eru ekki veittir eftir á og tekið er fram að styrkveiting felur ekki í sér fyrirheit um frekari skuldbindingu af hálfu sveitarfélagsins nema gerður sé sérstakur samningur þess efnis.

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 29. október næstkomandi. Umsóknareyðublöð má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir