Húnavatnshreppur ræður Verus til ráðgjafar

Þrístapar í Vatnsdal. Mynd: Icelandroadguide.com
Þrístapar í Vatnsdal. Mynd: Icelandroadguide.com

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. maí sl. að ráða ráðgjafarfyrirtækið Verus til að veita ráðgjöf vegna framtíðaruppbyggingar á Þrístöpum sem ferðamannastað. Er það gert  með fyrirvara um fjármögnun verkefnisins.

Í frétt Feykis.is lok febrúar var greint frá því að á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps þann 21. febrúar hefði verið samþykkt að auglýst skyldi eftir ráðgjafa til að starfa með sveitarfélaginu að framtíðaruppbyggingu á Þrístöpum og gestastofu sem staðsetja á í nágrenninu.
Á fréttamiðlinum húni.is kemur fram að Verus hefur sérhæft sig í ráðgjöf til fyrirtækja í ferðaþjónustu og hefur aðstoðað m.a. Selasetur Íslands, Ferðamálafélag V-Húnavatnssýslu, Jarðböðin á Mývatni og Perlan museum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir